Auglýsingastofan Brandenburg hlaut sex verðlaun af sautján á Lúðrinum, íslensku auglýsingaverðlaununum, sem haldinn var í kvöld.
Lúðurinn er veittur fyrir þær auglýsingar og markaðsefni sem best þótti á síðasta ári.
Tilnefningarnar voru birtar fyrir viku síðan. Hér má einnig lesa umfjöllun Morgunblaðsins um álit sérfræðinga á auglýsingum síðasta árs.
Sigurvegarar í öllum flokkum eru eftirfarandi:
1. Kvikmyndaðar auglýsingar- lengri
Heiti auglýsingar: Setjum jólin saman
Auglýsandi: IKEA
Auglýsingastofa: Hér & Nú
2. Kvikmyndaðar auglýsingar- styttri
Heiti auglýsingar: Ekki banki. Ekkert bull.
Auglýsandi: Indó
Auglýsingastofa: Brandenburg
3. Hljóðauglýsingar
Heiti auglýsingar: Hellmann’s með litlum fyrirvara
Auglýsandi: Nathan & Olsen
Auglýsingastofa: ENNEMM
4. Prentauglýsinar
Heiti auglýsingar: Alls kyns skápar
Auglýsandi: Epal
Auglýsingastofa: Brandenburg
5. Stafrænar auglýsingar
Heiti auglýsingar: Elskum öll
Auglýsandi: Nova
Auglýsingastofa: Brandenburg
6. Stafrænar auglýsingar- Gagnvirkjun/virkjun
Heiti auglýsingar: Elskum öll
Auglýsandi: Nova
Auglýsingastofa: Brandenburg
7. Umhverfisauglýsingar
Heiti auglýsingar: Risatölva
Auglýsandi: Háskólinn á Bifröst
Auglýsingastofa: Cirkus
8. Veggspjöld og skilti
Heiti auglýsingar: SjÁUMST
Auglýsandi: 66°norður og Samgöngustofa
Auglýsingastofa: Bien
9. Viðburðir
Heiti auglýsingar: Orka x Lunga
Auglýsandi:Ölgerðin
Auglýsingastofa: Cirkus auglýsingastofa
10. Bein markaðssetning
Heiti auglýsingar: Betri orku inn á þitt heimili
Auglýsandi: Atlantsorka
Auglýsingastofa: Hér&Nú
11. Mörkun - ásýnd vörumerkis
Heiti auglýsingar: Experience the Elements of Iceland
Auglýsandi: Icelandia
Auglýsingastofa: Icelandia
12. PR - almannatengsl
Heiti auglýsingar: IceGuys
Auglýsandi: Síminn
Auglýsingastofa: Hvíta húsið
13. Herferð
Heiti auglýsingar: Elskum öll
Auglýsandi: Nova
Auglýsingastofa: Brandenburg
14. Almannaheill - kvikmynduð auglýsing
Heiti auglýsingar: Mottumars- Ekki humma fram af þér heilsuna
Auglýsandi: Krabbameinsfélagið
Auglýsingastofa: Tvist
15. Almannaheill - Herferð
Heiti auglýsingar: Mottumars- Ekki humma fram af þér heilsuna
Auglýsandi: Krabbameinsfélagið
Auglýsingastofa: Tvist
16. Almannaheill - Opinn flokkur
Heiti auglýsingar: Þekktu einkennin allt árið- Mottumars
Auglýsandi: Krabbameinsfélagið
Auglýsingastofa: Tvist
17. Val fólksins
Heiti auglýsingar: Íslenska sumarið
Auglýsandi: Krónan
Auglýsingastofa: Brandenburg