Þyrlusveit Landhelgisgæslunnar er í viðbragðstöðu þar sem kvikuhlaup er talið vera hafið á Reykjanesskaga að mati Veðurstofu.
Þetta staðfestir Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, í samtali við mbl.is.
Skjálftavirkni við Sundhnúkagígaröðina jókst upp úr klukkan 16 í dag.
„Ef eldgos hefst flýgur Landhelgisgælan með vísindamenn yfir svæðið til að meta umfang þess og eins og staðan er núna er búið að kalla þyrlusveitina út til þess að vera í þessari viðbragðsstöðu, alveg eins og hin skiptin,“ segir Ásgeir.