„Við erum á vaktinni úr fjarska og þurfum að sjá hvar gosið kemur upp og hvert hraunið flæðir áður en við setjum okkar viðbragðsáætlanir í gang,“ segir Páll Erland, forstjóri HS Veitna, í samtali við mbl.is. Líkur eru taldar á eldgosi og hefur svæðið umhverfis Grindavík verið rýmt.
„Við ættum að vera enn betur undirbúin en síðast en hins vegar veit enginn hvað mun gerast. Það verður að koma í ljós.“
„Það hefur átt sér stað heilmikill undirbúningur fyrir síðasta gos og í raun enn meiri núna. Það er meðal annars er búið að verja hitaveitulagnir og rafstrengi sitt hvorum megin við Svartsengi, til Reykjanesbæjar og Grindavíkur. Á stöðunum þar sem búast má við hraunflæði.“
Þá hefur varavatnsbóli fyrir Reykjanesbæ og Suðurnesjabæ verið komið upp, til varnar því ef neysluvatnið frá Svartsengi myndi hætta að berast.
„Síðan erum við búin að koma upp varavatnsbóli Síðan er búið að styrkja enn frekar dreifiveituna á því svæði. Ef til vill þurfa íbúar aftur að grípa til rafmagnsofna, ef heitt vatn hættir að berast.“