Viðræður „tosast áfram“ í Karphúsinu

Enn er stíft fundað í Karphúsinu.
Enn er stíft fundað í Karphúsinu. mbl.is/Kristinn Magnússon

Fund­ur breiðfylk­ing­ar stétta­fé­laga og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins hófst í Karp­hús­inu klukk­an 10.00 í morg­un. Enn reyna deiluaðilar landa lang­tíma­kjara­samn­ingi.

„Fundurinn stendur enn og það eru skipulagðir fundir frameftir degi. Ég á von á því að fundir standi yfir til 17.00 eða svo. Síðan geri ég ráð fyrir að við höldum áfram á morgun,“ segir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari.

Halda áfram á morgun

Hvernig ganga viðræðurnar?

„Þetta bara tosast.“

Fjölmiðlabann er enn í gildi og liggur ekki í loftinu að breyta því fyrirkomulagi.

Ljóst er að stíft verði fundað í dag og halda fundahöldin áfram í fyrramálið að sögn Ástráðs. Engin áföll hafa hindrað starfið enn sem komið er en viðræðurnar hafa ekki gengið hnökralaust fyrir sig. 

Efl­ing ákvað á fimmtudag að mæta ekki til fund­ar með breiðfylk­ing­unni í gær en Starfs­greina­sam­bandið og Samiðn funduðu þá með Sam­tök­um lífs­ins.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert