Veronika Steinunn Magnúsdóttir
Fundur breiðfylkingar stéttafélaga og Samtaka atvinnulífsins hófst í Karphúsinu klukkan 10.00 í morgun. Enn reyna deiluaðilar landa langtímakjarasamningi.
„Fundurinn stendur enn og það eru skipulagðir fundir frameftir degi. Ég á von á því að fundir standi yfir til 17.00 eða svo. Síðan geri ég ráð fyrir að við höldum áfram á morgun,“ segir Ástráður Haraldsson ríkissáttasemjari.
Hvernig ganga viðræðurnar?
„Þetta bara tosast.“
Fjölmiðlabann er enn í gildi og liggur ekki í loftinu að breyta því fyrirkomulagi.
Ljóst er að stíft verði fundað í dag og halda fundahöldin áfram í fyrramálið að sögn Ástráðs. Engin áföll hafa hindrað starfið enn sem komið er en viðræðurnar hafa ekki gengið hnökralaust fyrir sig.
Efling ákvað á fimmtudag að mæta ekki til fundar með breiðfylkingunni í gær en Starfsgreinasambandið og Samiðn funduðu þá með Samtökum lífsins.