Allar starfsstöðvar Bláa lónsins opnaðar

Allar starfsstöðvar Bláa lónins hafa verið opnaðar að nýju.
Allar starfsstöðvar Bláa lónins hafa verið opnaðar að nýju. mbl.is/Kristinn Magnússon

Allar starfsstöðvar Bláa lónins hafa verið opnaðar að nýju og nær opnunin til allra rekstraeigna, þar með talið Bláa lónsins, Blue Café, veitingastaðanna Lava og Moss, hótelanna Retreat og Silica, Retreat Spa og verslunarinnar á svæðinu.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Bláa lóninu en þar segir að ákvörðunin hafi verið tekin í nánu samráði við yfirvöld.

„Nýr vegkafli við afleggjarann að Bláa Lóninu er nú opinn og því geta gestir keyrt hefðbundna leið til okkar að nýju. Athugið að nýi vegkaflinn er malarvegur en til stendur að malbika hann síðar,“ segir í tilkynningunni.

Þar segir einnig að athygli gesta sé  vakin á því að starfsstöðvarnar eru innan hættusvæðis vegna jarðhræringa samkvæmt mati Veðurstofu Íslands. Komi til stórra jarðskjálfta eða mögulegra eldhræringa verða gestir látnir vita og viðeigandi ráðstafanir gerðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert