Allt að 8 stiga hiti í dag

Spákortið á hádegi í dag.
Spákortið á hádegi í dag. Kort/mbl.is

Í dag er spáð suðaustan 8 til 15 metrum á sekúndu. Dálítil rigning verður eða súld og slydda til fjalla, en úrkomumeira suðaustanlands. Bjart verður með köflum fyrir norðan.

Suðaustan 10-18 m/s verða á morgun, hvassast syðst. Lítilháttar væta verður á sunnan- og austanverðu landinu en yfirleitt léttskýjað norðvestan til. Bætir í úrkomu sunnanlands annað kvöld.

Hiti verður á bilinu 3 til 8 stig.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert