Offita er vaxandi heilbrigðisvandamál á Íslandi, bæði á meðal barna og fullorðinna, en um 28% fullorðinna hér á landi eru með offitu.
„Í rauninni er þetta þróun á samfélaginu öllu sem veldur í heildina þessari stöðu í öllum heiminum,“ segir Tryggvi Helgason, læknir hjá Barnaspítala Hringsins og sérfræðingur í offitu barna.
Árið 2021 skipaði heilbrigðisráðherra starfshóp um offitu, holdafar, heilsufar og líðan og er skýrsla hópsins nú á borði ráðuneytisins.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.