Beint: Skaðlegt inniloft, loftræsing og heilsa

Skaðlegt inniloft, loftræsing og heilsa verður aðalfundarefni málþingis sem fer …
Skaðlegt inniloft, loftræsing og heilsa verður aðalfundarefni málþingis sem fer fram í Háskólanum í Reykjavík. Ljósmynd/Nýsköpunarmiðstöð Íslands

Ráðstefna um skaðlegt inniloft, loftræsingu og heilsu fer fram í Háskólanum í Reykjavík í dag. Viðburðurinn er hluti af fundaröðinni Rakaskemmdir og mygla, en dagskrá hefst klukkan 13. 

Hægt er að fylgjast með fundinum í beinni útsendingu hér fyrir neðan. 

Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla-, iðnaðar- og nýsköpunarráðherra, opnar ráðstefnuna og í lok hennar mun Kristján Kristjánsson fréttamaður stýra pallborðsumræðum. Ólafur Wallevik, prófessor við iðn- og tæknifræðideild HR, er fundarstjóri.

Dagskrá er eftirfarandi:

13:00 Setning. Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir, háskóla- iðnaðar- og nýsköpunarráðherra.
13:10 Markmið ráðstefnunnar. Ólafur Wallevik fundarstjóri.
13:20 Inniloft, efnisval, rakaskemmdir og heilsa. Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir.
13:40 Húsnæði og heilsa - Sýn læknis. Dr. Kristín Sigurðardóttir.
14:00 What we know and should know about ventilation. Dr. Pawel Wargocki, prófessor DTU.
14:30 Kaffi og kleina
14:50 Loftræsing, loftskipti og sjálfbærni. Alma Dagbjört Ívarsdóttir.
15:05 Vélræn eða náttúruleg loftræsing. Eiríkur Ástvald Magnússon.
15:20 Þarf byggingarannsóknir? Svana Helen Björnsdóttir, formaður VFÍ.
15:35 Pallborð: Þarf rannsóknir?

  • Dr. Ari Trausti Guðmundsson jarðfræðingur
  • Hermann Jónsson, forstjóri HMS
  • Dr. Sigurveig Þ. Sigurðardóttir yfirlæknir
  • Sylgja Dögg Sigurjónsdóttir, líffræðingur og lýðheilsufræðingur
  • Dr. Ólafur H. Wallevik, prófessor við HR
  • Hildigunnur Sverrisdóttir, arkitekt, fyrrum deildarforseti hjá LHÍ
  • Kristján Kristjánsson, fréttamaður stýrir pallborðsumræðum
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert
Loka