„Ég bara trúi ekki öðru“

Vilhjálmur Birgisson við komuna í Karphúsið í morgun.
Vilhjálmur Birgisson við komuna í Karphúsið í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Vilhjálmur Birgisson, formaður Starfsgreinasambandsins, trúir ekki öðru en að hægt verði að  undirrita nýja kjarasamninga í vikunni.

Þetta sagði Vilhjálmur við mbl.is fyrir stundu þegar samningafundur breiðfylkingar stéttafélaga og Samaka atvinnulífsins, sem hófst klukkan 9 í í Karphúsinu morgun, var rétt að ljúka. 

Frá fundi breiðfylkingarinnar og SA í Karphúsinu.
Frá fundi breiðfylkingarinnar og SA í Karphúsinu. mbl.is/Eggert

„Þetta hefur gengið ágætlega í dag. Það eru alltaf einhver atriði sem tekist er á um og það er eðli kjarasamninga,“ segir Vilhjálmur við mbl.is.

Ert þú bjartsýnn á að þið klárið þetta í vikunni?

„Ég bara trúi ekki öðru.“

Vilhjálmur gerir ráð fyrir að fundað verði áfram á morgun en samningsaðilar hafa setið við samningaborðið undanfarna daga og meðal annars um nýliðna helgi.

Eins og mbl.is greindi frá í morgun munu samninganefndir VR og LÍV funda með Samtökum atvinnulífsins og hefst sá fundur klukkan 15.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert