„Ekki komin upp á bakkann“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í Karphúsinu í morgun.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í Karphúsinu í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

At­kvæðagreiðsla um verk­falls­boðun ræst­inga­fólks inn­an raða Efl­ing­ar hefst klukk­an 16 í dag. Þetta staðfesti Sól­veig Anna Jóns­dótt­ir, formaður Efl­ing­ar, í sam­tali við mbl.is eft­ir samn­inga­fund breiðfylk­ing­ar og Sam­taka at­vinnu­lífs­ins, sem lauk í Karp­hús­inu nú rétt í þessu. 

Efl­ing hafði gefið það út að end­ur­skoðað yrði hvort at­kvæðagreiðslan færi fram ef samn­inga­nefnd fé­lags­ins fengi þau svör frá Sam­tök­um at­vinnu­lífs­ins sem hægt væri að sætt­ast á en svo varð ekki.

„Fund­ur­inn gekk ekki nógu vel,“ sagði Sól­veig Anna við mbl.is eft­ir fund­inn í Karp­hús­inu en boðað hef­ur verið til nýs fund­ar klukk­an 9 í fyrra­málið.

„At­kvæðagreiðslan hefst því klukk­an 16 eins og áður var ákveðið. Við sögðum að hætt yrði við hana ef við kæm­umst yfir ána og upp á bakk­ann í þess­um viðræðum en því miður erum við ekki kom­in upp á bakk­ann,“ seg­ir Sól­veig Anna.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert