„Ekki komin upp á bakkann“

Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í Karphúsinu í morgun.
Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í Karphúsinu í morgun. mbl.is/Kristinn Magnússon

Atkvæðagreiðsla um verkfallsboðun ræstingafólks innan raða Eflingar hefst klukkan 16 í dag. Þetta staðfesti Sólveig Anna Jónsdóttir, formaður Eflingar, í samtali við mbl.is eftir samningafund breiðfylkingar og Samtaka atvinnulífsins, sem lauk í Karphúsinu nú rétt í þessu. 

Efling hafði gefið það út að endurskoðað yrði hvort atkvæðagreiðslan færi fram ef samninganefnd félagsins fengi þau svör frá Samtökum atvinnulífsins sem hægt væri að sættast á en svo varð ekki.

„Fundurinn gekk ekki nógu vel,“ sagði Sólveig Anna við mbl.is eftir fundinn í Karphúsinu en boðað hefur verið til nýs fundar klukkan 9 í fyrramálið.

„Atkvæðagreiðslan hefst því klukkan 16 eins og áður var ákveðið. Við sögðum að hætt yrði við hana ef við kæmumst yfir ána og upp á bakkann í þessum viðræðum en því miður erum við ekki komin upp á bakkann,“ segir Sólveig Anna.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert