Fluttur á slysadeild eftir bílveltu

Bíllinn valt á hliðina.
Bíllinn valt á hliðina. Ljósmynd/Aðsend

Ökumaður sendiferðabíls var fluttur til skoðunar á slysadeild eftir bílveltu á Nýbýlavegi í Kópavogi upp úr klukkan 10 í morgun.

Að sögn varðstjóra hjá slökkviliðinu á höfuðborgarsvæðinu var ökumaðurinn einn í bílnum.

Varðstjórinn hafði ekki upplýsingar um tildrög slyssins en hálka var á veginum.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert