Hefðu „hvort eð er tekið frí“

Vinna við varnargarða fyrir utan Grindavík.
Vinna við varnargarða fyrir utan Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Ari Guðmundsson, verk­fræðing­ur hjá Verkís, segir rýmingu í Grindavík og Svartsengi ekki hafa haft afgerandi áhrif á vinnu við varnargarða á svæðinu. Verkafólk sem þar vinni hörðum höndum sex daga vikunnar, flesta daga allan sólarhringinn, fái vanalega frí á sunnudögum og aðfaranótt sunnudags og mánudags.

„Það munaði ekki miklu fyrir okkur, við hefðum hvort eð er tekið frí.“

Þeir sjái fram á að hefja vinnu á ný í dag, nema þeim berist tilmæli um annað frá almannavörnum.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert