Hera hlaut 100.835 atkvæði og Murad 97.495

Lagið Scared of Heights vann því einvígið með 18.936 atkvæðum …
Lagið Scared of Heights vann því einvígið með 18.936 atkvæðum þegar aðeins almenningur kaus á milli laganna tveggja. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Hera Björk hlaut talsvert fleiri atkvæði en Bashar Murad á meðal almennings í Söngvakeppninni, en fékk Murad þó flest atkvæði í fyrri umferð. Fékk Murad einnig langflest atkvæði frá dómnefnd Söngvakeppninnar.

Þetta kemur fram í tilkynningu Ríkisútvarpsins.

Í fyrri hlutanum vógu atkvæði sjö manna dómnefndar helming á móti atkvæðagreiðslu almennings. Í einvíginu var önnur kosning almennings auk þess sem atkvæði dómnefndar og almennings úr fyrri kosningunni fylgdu báðum lögunum í einvígið.

Murad sigraði í fyrri umferðinni 

Í fyrri kosningu almennings var Murad hlutskarpastur með ríflega 26 þúsund atkvæði. Þar á eftir komu VÆB, Hera Björk og Sigga Ózk með um 15 þúsund atkvæði hver.

Þá kemur fram að dómnefnd Söngvakeppninnar hafi gefið Murad ríflega 21 þúsund atkvæði, Heru og Siggu rúmlega 16 þúsund atkvæði hvor, Anítu tæplega 15 þúsund atkvæði og VÆB tæplega 14 þúsund atkvæði.

Murad vann því fyrri umferðin með yfirburðum, eða rúmlega 47 þúsund atkvæðum og Hera með rúmlega 32 þúsund atkvæði.

Tæplega 70.000 kusu Heru

Almenningur snerist hins vegar á sveif með Heru Björk í einvíginu og hlaut hún þar 68.768 atkvæði á sama tíma og Bashar Murad hlaut 49.832 atkvæði.

Lagið Scared of Heights vann því einvígið með 18.936 atkvæðum þegar aðeins almenningur kaus á milli laganna tveggja.

Samanlögð atkvæði beggja umferða og með atkvæðum dómara skiptust þannig að Hera var með 100.835 atkvæði og Bashar Murad 97.495 atkvæði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert