RÚV hefur sent yfirlýsingu vegna kosningar á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Þar kemur fram að að í seinni umferð kosninganna hafi fundist handvirk innsláttarvilla með sms-númerum beggja keppenda sem notuð voru þegar senda átti sms úr appinu yfir í kerfi símafélaganna. Þetta hafi orðið til þess að hvorugt laganna fékk þau sms-atkvæði sem því voru ætluð úr appinu.
„Þetta varð til þess að hvorugt laganna fékk þau sms-atkvæði sem því voru ætluð úr appinu. Framleiðendurnir rýndu í öll kosningagögnin og segja að þetta hafi haft áhrif á mjög fáa notendur og engin áhrif á lokaniðurstöðuna, þar sem atkvæðin voru svo fá. Þeir harma að þetta hafi gerst og hafa beðist velvirðingar á því.
Þess má geta að atkvæði greidd með sms eru mjög lítill hluti atkvæða í einvíginu, innan við 2% af öllum greiddum atkvæðum. Þegar öll sms-atkvæði eru talin saman, hvort sem þau voru greidd með því að smella á tengil í appinu eða með því að senda beint með hefðbundnum hætti, sést að það hefði engu breytt um lokaniðurstöðuna þótt öll sms-atkvæði sem sigurlagið fékk í einvíginu hefðu farið til þess lags sem lenti í 2. sæti.
RÚV harmar að þetta hafi gerst og mun leita allra leiða til að sjá til þess að slíkt gerist ekki aftur.
Það er ákaflega mikilvægt að kosningin í Söngvakeppninni sé hafin yfir allan vafa og mun RÚV gera ráðstafanir til að svo verði í næstu keppni. Þessi hvimleiðu mistök höfðu áhrif á báða þátttakendur í einvíginu, en engin áhrif á úrslit keppninnar eins og rakið er hér að framan og því standa úrslitin eins og þau voru tilkynnt sl. laugardagskvöld.“
Í upphafi yfirlýsingarinnar kemur fram, að RÚV hafi borist ábendingar um atriði sem varði framkvæmd kosningar á úrslitakvöldi Söngvakeppninnar. Lúti þær að sms-kosningu í gegnum smáforritið RÚV stjörnur, flokkun símtala og smáskilaboða sem „ruslnúmera“ í tilteknum símum og gjaldfærslu fyrir greidd atkvæði.
Í smáforritinu/appinu RÚV stjörnur hafi verið hægt að greiða atkvæði sem séu gjaldfærð á greiðslukort greiðenda en ekki í gegnum kerfi símafélaganna. Þetta sé meginvirkni appsins og ástæða þess að RÚV notai viðkomandi app.
„Með því gefst þeim sem ekki eru með áskrift hjá símafélögunum tækifæri til að kjósa. Ekkert hefur komið fram annað en að þessi kosning hafi gengið fullkomlega eðlilega fyrir sig. Í appinu er einnig hægt að smella á símanúmer keppenda og kjósa þannig með hefðbundnum hætti í gegnum kerfi símafélaganna. Það er þessi hluti kosningarinnar í appinu sem umræðan hefur snúist um. Framleiðendur kosningaappsins hafa rannsakað málið og sent okkur sínar niðurstöður. Þeir hafa tjáð okkur að í seinni umferð kosninganna, hinu svokallaða einvígi, hafi þeir fundið handvirka innsláttarvillu með sms-númerum beggja keppenda sem notuð voru þegar senda átti sms úr appinu yfir í kerfi símafélaganna. Þetta varð til þess að hvorugt laganna fékk þau sms-atkvæði sem því voru ætluð úr appinu. Framleiðendurnir rýndu í öll kosningagögnin og segja að þetta hafi haft áhrif á mjög fáa notendur og engin áhrif á lokaniðurstöðuna, þar sem atkvæðin voru svo fá. Þeir harma að þetta hafi gerst og hafa beðist velvirðingar á því,“ segir í yfirlýsingunni, sem má sjá hér í viðhengi í heild sinni er birtur fjöldi atkvæða á úrslitakvöldinu.
Hér má sjá heildarúrslit fyrri kosningar (kosning almennings og atkvæði dómnefndar samanlögð) 2. mars
Tvö stigahæstu lögin komust í hið svokallaða einvígi og hófst þá seinni atkvæðagreiðsla kvöldsins. Úrslit seinni kosningar (einvígis) almennings 2. mars