„RÚV harmar að þetta hafi gerst“

Hera Björk stóð uppi sem siguvegari í keppninni.
Hera Björk stóð uppi sem siguvegari í keppninni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

RÚV hef­ur sent yf­ir­lýs­ingu vegna kosn­ing­ar á úr­slita­kvöldi Söngv­akeppn­inn­ar. Þar kem­ur fram að að í seinni um­ferð kosn­ing­anna hafi fund­ist hand­virk innslátt­ar­villa með sms-núm­er­um beggja kepp­enda sem notuð voru þegar senda átti sms úr app­inu yfir í kerfi síma­fé­lag­anna. Þetta hafi orðið til þess að hvor­ugt lag­anna fékk þau sms-at­kvæði sem því voru ætluð úr app­inu.

Hvim­leið mis­tök

„Þetta varð til þess að hvor­ugt lag­anna fékk þau sms-at­kvæði sem því voru ætluð úr app­inu. Fram­leiðend­urn­ir rýndu í öll kosn­inga­gögn­in og segja að þetta hafi haft áhrif á mjög fáa not­end­ur og eng­in áhrif á lok­aniður­stöðuna, þar sem at­kvæðin voru svo fá. Þeir harma að þetta hafi gerst og hafa beðist vel­v­irðing­ar á því.

Þess má geta að at­kvæði greidd með sms eru mjög lít­ill hluti at­kvæða í ein­víg­inu, inn­an við 2% af öll­um greidd­um at­kvæðum. Þegar öll sms-at­kvæði eru tal­in sam­an, hvort sem þau voru greidd með því að smella á tengil í app­inu eða með því að senda beint með hefðbundn­um hætti, sést að það hefði engu breytt um lok­aniður­stöðuna þótt öll sms-at­kvæði sem sig­ur­lagið fékk í ein­víg­inu hefðu farið til þess lags sem lenti í 2. sæti.

RÚV harm­ar að þetta hafi gerst og mun leita allra leiða til að sjá til þess að slíkt ger­ist ekki aft­ur.

Það er ákaf­lega mik­il­vægt að kosn­ing­in í Söngv­akeppn­inni sé haf­in yfir all­an vafa og mun RÚV gera ráðstaf­an­ir til að svo verði í næstu keppni. Þessi hvim­leiðu mis­tök höfðu áhrif á báða þátt­tak­end­ur í ein­víg­inu, en eng­in áhrif á úr­slit keppn­inn­ar eins og rakið er hér að fram­an og því standa úr­slit­in eins og þau voru til­kynnt sl. laug­ar­dags­kvöld.“

Bashar Murad sigraði fyrri kosninguna með talsverðum mun, en varð …
Bash­ar Murad sigraði fyrri kosn­ing­una með tals­verðum mun, en varð svo und­ir í ein­víg­inu við Heru. mbl.is/​Eggert Jó­hann­es­son

Fram­leiðend­ur apps­ins rann­sökuðu málið

Í upp­hafi yf­ir­lýs­ing­ar­inn­ar kem­ur fram, að RÚV hafi borist ábend­ing­ar um atriði sem varði fram­kvæmd kosn­ing­ar á úr­slita­kvöldi Söngv­akeppn­inn­ar. Lúti þær að sms-kosn­ingu í gegn­um smá­for­ritið RÚV stjörn­ur, flokk­un sím­tala og smá­skila­boða sem „rusl­núm­era“ í til­tekn­um sím­um og gjald­færslu fyr­ir greidd at­kvæði.

Í smá­for­rit­inu/​app­inu RÚV stjörn­ur hafi verið hægt að greiða at­kvæði sem séu gjald­færð á greiðslu­kort greiðenda en ekki í gegn­um kerfi síma­fé­lag­anna. Þetta sé meg­in­virkni apps­ins og ástæða þess að RÚV notai viðkom­andi app.

„Með því gefst þeim sem ekki eru með áskrift hjá síma­fé­lög­un­um tæki­færi til að kjósa. Ekk­ert hef­ur komið fram annað en að þessi kosn­ing hafi gengið full­kom­lega eðli­lega fyr­ir sig. Í app­inu er einnig hægt að smella á síma­núm­er kepp­enda og kjósa þannig með hefðbundn­um hætti í gegn­um kerfi síma­fé­lag­anna. Það er þessi hluti kosn­ing­ar­inn­ar í app­inu sem umræðan hef­ur snú­ist um. Fram­leiðend­ur kosn­inga­apps­ins hafa rann­sakað málið og sent okk­ur sín­ar niður­stöður. Þeir hafa tjáð okk­ur að í seinni um­ferð kosn­ing­anna, hinu svo­kallaða ein­vígi, hafi þeir fundið hand­virka innslátt­ar­villu með sms-núm­er­um beggja kepp­enda sem notuð voru þegar senda átti sms úr app­inu yfir í kerfi síma­fé­lag­anna. Þetta varð til þess að hvor­ugt lag­anna fékk þau sms-at­kvæði sem því voru ætluð úr app­inu. Fram­leiðend­urn­ir rýndu í öll kosn­inga­gögn­in og segja að þetta hafi haft áhrif á mjög fáa not­end­ur og eng­in áhrif á lok­aniður­stöðuna, þar sem at­kvæðin voru svo fá. Þeir harma að þetta hafi gerst og hafa beðist vel­v­irðing­ar á því,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ing­unni, sem má sjá hér í viðhengi í heild sinni er birt­ur fjöldi at­kvæða á úr­slita­kvöld­inu.

Bash­ar vann fyrri kosn­ing­una ör­ugg­lega

Hér má sjá heild­ar­úr­slit fyrri kosn­ing­ar (kosn­ing al­menn­ings og at­kvæði dóm­nefnd­ar sam­an­lögð) 2. mars

  1. Bash­ar – Wild West: 47.663 at­kvæði
  2. Hera Björk – Scared of Heig­hts: 32.067 at­kvæði
  3. Sigga Ózk – Into the At­mosph­ere: 30.709 at­kvæði
  4. VÆB – Bíó­mynd: 29.383 at­kvæði
  5. ANITA – Down­fall: 24.600 at­kvæði


Tvö stiga­hæstu lög­in komust í hið svo­kallaða ein­vígi og hófst þá seinni at­kvæðagreiðsla kvölds­ins. Úrslit seinni kosn­ing­ar (ein­víg­is) al­menn­ings 2. mars

  1. Hera Björk – Scared of Heig­hts: 68.768 at­kvæði
  2. Bash­ar Murad – Wild West: 49.832 at­kvæði 
mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert