Snjóþekja eða hálka er í flestum landshlutum, þó síst á Suður- og Suðausturlandi.
Flughálka er frá Selfossi að Þorlákshöfn en krapi er á kafla á Suðurstrandavegi. Hálka og snjóþekja er á Reykjanesbraut og víða á Suðurnesjum, að sögn Vegagerðarinnar.
Snjóþekja er á Hellisheiði og í Þrengslum og snjóþekja er á Holtavörðuheiði og Bröttubrekku.
Flughálka er á milli Akureyrar og Dalvíkur og einnig í Öxnadal, í Ljósavatnsskarði og á Víkurskarði.
Snjóþekja og skafrenningur er á Öxnadalsheiði en hálka á flestum öðrum leiðum.
Krapi er á Fagradal og Fjarðarheiði. Hálka eða hálkublettir eru á flestum leiðum á Austurlandi.