Klukkustundar löngum vinnufundi VR og LÍV með Samtökum atvinnulífsins lauk um fjögurleytið í dag. Ástráður Haraldsson, ríkissáttasemjari, segir um vinnufund að ræða.
„Þetta var nú bara fyrsti fundur í endurkomu VR í kjaraviðræðurnar. Þá eru menn að skipuleggja sig upp á framhaldið,“ segir Ástráður.
VR og LÍV slitu sig frá Breiðfylkingunni hinn 23. febrúar þar sem félögin töldu kröfur sínar ekki samræmast kröfum hennar.