Styður Baldur á Bessastaði

Baldur Þórhallsson
Baldur Þórhallsson Ljósmynd/KRISTINN INGVARSSON

Leikarinn og rithöfundurinn Gunnar Helgason hefur skorað á Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta lýðveldisins. Ennfremur skorar hann á Felix Bergsson, eiginmann Baldurs, til að taka slaginn. 

Gunnar hefur stofnað Facebook síðu þar sem hann hvetur Baldur til dáða og ritar þar hvatningarorð til vina sinna. 

Gunnar Helgason.
Gunnar Helgason. Ljósmynd/Aðsend

„Á allri jarðarkringlunni finnst engin manneskja sem er meiri sérfræðingur í stöðu og réttindum smáríkja í heiminum en Baldur. Hann er maðurinn sem leitað er til þegar fjalla á um þetta málefni. Í samtölum mínum við hann í gegnum tíðina veit ég líka að hann hefur skýra sýn á forsetaembættið. Hann er af landsbyggðinni og hefur byggt upp heila fræðigrein frá grunni sem er nú kennd í háskólum víða um heim. Alltaf þegar hann talar leggur fólk við hlustir því við vitum að þegar gerir það hefur hann ígrundað málið vel og skoðað það frá öllum hliðum. Heilsteyptur, sannur, réttsýnn og framúrskarandi gáfaður maður," skrifar Gunnar á síðuna.

Vel giftur 

Síðan er þegar komin með um 1100 fylgjendur og beinir Gunnar einnig orðum sínum til til Felix: 

Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson.
Baldur Þórhallsson og Felix Bergsson. Ljósmynd/Eyþór Árnason

„Og ekki skemmir hvað hann er vel giftur. Felix Bergsson þekki ég betur en flestir aðrir. Ég þekki enga manneskju sem er réttsýnni, skemmtilegri, víðsýnni, hlýlegri og heilsteyptari – nema kannski Baldur Þórhallsson.
Saman eru þeir sannkallað ofurpar. Auk þess þekkja þeir það vel, af eigin raun, hvað það er að berjast fyrir mannréttindum og eru í gríðarlega góðum tengslum við land og þjóð.
Þeir verða forsetapar sem þjóðin getur verið stolt af,“segir Gunnar ennfremur á síðunni.

Baldur sagði nýlega í samtali við mbl.is spurður um forsetaframboð að hann væri að hlusta á þjóðina.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert