Tíu skjálftar frá miðnætti

Horft yfir Grindavík.
Horft yfir Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Um tíu jarðskjálftar hafa orðið í kvikuganginum við Svartsengi frá miðnætti og hafa engar breytingar orðið á svæðinu frá því í gær. 

Engin merki eru um kvikuhlaup, segir Salóme Jórunn Bernharðsdóttir, náttúruvársérfræðingur á Veðurstofu Íslands.

„Við erum búin að segja það síðustu daga að það gæti gerst að kvika leiti til yfirborðs mjög hljóðlega og að því myndi ekki fylgja mikil skjálftavirkni, svipað og í eldgosinu við Fagradalsfjall, en við erum ekki að sjá nein merki um breytingar núna í nótt,” segir Salóme Jórunn.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert