Esjan hefur mikið aðdráttarafl til útivistar og mikill fjöldi fólks gengur á fjallið árið um kring. Ljóst er að á seinasta ári fóru fleiri tugir þúsunda á Esjuna. Samkvæmt teljara Ferðamálastofu fóru samtals 114.295 fram hjá teljara við bílastæðið neðan Þverfellshorns á árinu 2023. Þetta kemur fram í frétt á vefsíðu Skógræktarfélags Reykjavíkur en Esjuhlíðar eru meðal útivistarsvæða sem eru í umsjón skógræktarfélagsins.
Í umfjöllun skógræktarfélagsins segir að flestir hafi farið á einum degi á Esjuna þann 5. júlí í fyrra samkvæmt talningunni eða alls 3.927.
Hafa ber hugfast að talningin gefur ekki nákvæma mynd af fjölda vegfarenda, þar sem teljarinn getur talið sama einstaklinginn oftar en einu sinni ef hann á leið fram og til baka fram hjá teljaranum í sömu ferðinni.
Leas má meira um málið í Morgunblaðinu ´idag.