„Áframhald á þessari óvissu sem er öllum erfið“

Frá Grindavík.
Frá Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Það er bara áframhald á þessari óvissu sem er öllum erfið og þá verst íbúum Grindavíkur og fyrirtækjunum.“

Þetta sagði Sigurður Ingi Jóhannsson innviðaráðherra við mbl.is eftir ríkisstjórnarfund í dag  þar sem málefni Grindavíkur voru meðal annars rædd.

Lög voru samþykkt á Alþingi um uppkaup íbúðarhúsnæðis í Grindavík í síðasta mánuði og segir Sigurður að væntanlega verði hægt að sækja um á rafrænni gátt fljótlega.

„Þá fara málin eitthvað að skýrast. Það er enn verið að ganga frá kaupum íbúðum á vegum Bríetar og afhenta og ég myndi ætla að á næstu tveimur vikum þá skýrist myndin enn frekar. Síðan hafa sveitarfélögin á Suðurnesjunum og í Ölfussi hafið úthlutun með forgang Grindvíkinga á uppbyggingu sem á að taka skamman tíma þar sem húsin verða klár innan árs,“ segir Sigurður.

Hann segir að margt sé í gangi í málefnum Grindvíkinga.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert