Niðurstöður könnunar um stöðu launafólks á Íslandi verða kynntar í hádeginu í Þjóðmenningarhúsinu.
Markmið könnunarinnar er að meta fjárhagsstöðu, stöðu á húsnæðismarkaði, líkamlega og andlega heilsu og stöðu innflytjenda meðal launafólks innan aðildarfélaga ASÍ og BSRB.
Dagskrá fundarins er eftirfarandi:
12:00 -12:30. Kristín Heba Gísladóttir, framkvæmdastjóri Vörðu kynnir niðurstöður.
12:30 -13:00. Samtal stjórnvalda og verkalýðshreyfingarinnar um stöðu launafólks: Katrín Jakobsdóttir, forsætisráðherra, Sigurður Ingi Jóhannsson, innviðaráðherra, Finnbjörn A. Hermannsson, forseti ASÍ og Sonja Ýr Þorbergsdóttir, formaður BSRB ræða um niðurstöður könnunarinnar og svara spurningum fundargesta. Freyja Steingrímsdóttir, samskiptastjóri BSRB, stýrir umræðum.