Fimm sagðir handteknir

Fimm eru sagðir hafa verið handteknir.
Fimm eru sagðir hafa verið handteknir. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Lögreglan á höfuðborgarsvæðinu handtók fimm manns í tengslum við umfangsmiklar aðgerðir í umdæminu í dag. Rúv greinir frá og hefur eftir heimildum. 

mbl.is hefur ekki fengið staðfest hversu margir hafi verið handteknir.

Grunur leikur á mansali

Rök­studd­ur grun­ur leik­ur á man­sali, pen­ingaþvætti, brot­um á at­vinnu­rétt­ind­um út­lend­inga og grunur um skipu­lagða brot­a­starf­semi.

Snúa aðgerðirnar að gistiheimilinu Kastali guesthouse, veitingastöðum Pho Vietnam, Vietnam restaurant og Wok On. Davíð Viðarsson, eigandi Vy-þrifa, er eigandi Kastala guesthouse og veitingastaðanna. 

Þá er hann eig­andi að mat­vælala­ger sem heil­brigðis­eft­ir­litið lokaði vegna óheil­næmra geymslu mat­væla.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert