Fjórir skjálftar mældust í kvikuganginum

Hraun rann inn í Grindavík í janúar.
Hraun rann inn í Grindavík í janúar. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Aðeins fjórir jarðskjálftar hafa mælst í kvikuganginum við Svartsengi frá miðnætti.

Að sögn Elísabetar Pálmadóttur, náttúruvársérfræðings hjá Veðurstofu Íslands, er líklegt að hvassviðri á svæðinu í nótt spili þarna inn í þar sem mælar Veðurstofunnar nema ekki allra minnstu skjálftana í slíku veðri.

Aðeins hefur lægt á svæðinu núna í morgun. 

Kviku­magn und­ir Svartsengi heldur áfram að aukast, sem gæti endað með nýju kviku­hlaupi og jafn­vel eld­gosi. Eld­gos gæti haf­ist með mjög stutt­um fyr­ir­vara, jafn­vel inn­an við 30 mín­út­ur. Þá er lík­leg­ast að gos komi upp á svæðinu milli Stóra-Skóg­fells og Haga­fells, að því er kom fram í tilkynningu frá Veðurstofunni í gær. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert