Gestir hringi í neyðarlínu til að nálgast farangur

Gestum er bent á að hafa samband við neyðarlínuna vilji …
Gestum er bent á að hafa samband við neyðarlínuna vilji þeir endurheimta eigur sínar á hótelinu. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Gestir gistiheimilisins í Herkastalanum þurfa að hringja í neyðarlínuna til að nálgast farangur sinn sem var á hótelinu.

Eins og mbl.is hefur greint frá hefur gistiheimilinu, Kastali guesthouse, verið lokað í víðtækum lögregluaðgerðum sem standa nú yfir.

Á miða sem hefur verið komið fyrir í glugga gistiheimilisins segir: „Hótelið er lokað. Hringið í 112 til að sækja farangur. Lokað er fyrir innritun.“

Frá vettvangi aðgerðanna við Herkastalann.
Frá vettvangi aðgerðanna við Herkastalann. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Í tilkynningu frá lögreglu sem barst fyrir skömmu um málið segir að aðgerðirnar séu vegna rökstudds gruns um mansal, peningaþvætti, brotum á atvinnuréttindum útlendinga og gruns um skipulagða brotastarfsemi. 

Lögreglarnar á höfuðborgarsvæðinu vinnur aðgerðirnar í samvinnu við lögregluliðin á Suðurlandi, Suðurnesjum og Norðurlandi eystra, embætti ríkislögreglustjóra, Tollgæsluna, Útlendingastofnun, Vinnumálastofnun, ASÍ, velferðarsvið Reykjavíkurborgar, barnaverndaryfirvöld í Reykjavík, Kópavogi og Hafnarfirði, félagsþjónustuna í Kópavogi og Hafnarfirði, heilbrigðiseftirlit Reykjavíkur, Slökkvilið höfuðborgarsvæðisins og Bjarkarhlíð.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert