Svipað magn kviku hefur nú safnast fyrir í kvikuhólfinu undir Svartsengi og var áður en kvikuhlaupið fór af stað á laugardaginn. Líklegt er að það dragi til tíðinda á næstu dögum.
Þetta segir Benedikt Gunnar Ófeigsson, fagstjóri aflögunarmælinga hjá Veðurstofu Íslands.
Spurður hvaða áhrif kvikuinnskotið á laugardag kunni að hafa á næsta hugsanlega kvikuhlaup, segir Benedikt það óljóst. Kerfið breytist með hverjum atburði og er ekki hægt að ganga að því vísu að jarðhræringar hegði sér með svipuðum hætti.
„Hver svona atburður hefur áhrif á kerfið,“ segir Benedikt. „Við getum alveg búist við því að það séu frekari breytingar í vændum.“