Katrín: Fagnaðarefni að fólkið fái notið síns réttar

Dvalarleyfishafarnir komu til Kaíró, höfuðborg­ar Egypta­lands, seint í gær­kvöldi. Þeir …
Dvalarleyfishafarnir komu til Kaíró, höfuðborg­ar Egypta­lands, seint í gær­kvöldi. Þeir halda í kjöl­farið til Íslands. Samsett mynd/mbl.is/Arnþór/AFP

Það er fagnaðarefni að 72 palestínskir dvalarleyfishafar frá Gasa fái að nýta rétt sinn til fjölskyldusameiningar á Íslandi.

Þetta segir Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra í samtali við mbl.is að loknum ríkisstjórnarfundi í morgun.

„Eins og legið hefur fyrir þá var umsóknum fólks sem bárust fyrir 7. október – þeim var forgangsraðað af hálfu Útlendingastofnunar. Síðan hafa þessi mál verið töluvert í umræðu og eins og við höfum ítrekað sagt þá höfum við unnið að því greiða fyrir för þessa fólks til Íslands og sú vinna skilaði þessum árangri í gær,“ segir hún og bætir við:

„En það er bara fagnaðarefni að þetta fólk fái notið síns réttar sem það hefur öðlast hér á Íslandi.“

Ísrael líklega kannað bakgrunn fólksins

Dvalarleyfishafarnir komu til Kaíró, höfuðborg­ar Egypta­lands, seint í gær­kvöldi. Þeir halda í kjöl­farið til Íslands eft­ir að ísra­elsk stjórn­völd af­greiddu fyr­ir­liggj­andi nafna­lista um helg­ina. Katrín segir ferlið hafa verið flókið.

Bjarni Bene­dikts­son ut­an­rík­is­ráðherra átti síma­fund með Israel Katz, ut­an­rík­is­ráðherra Ísra­els, síðastliðinn þriðju­dag til að greiða fyr­ir af­greiðslu máls­ins.

Guðrún Hafsteinsdóttir dómsmálaráðherra segir í samtali við mbl.is að í ljósi þess að ísraelsk stjórnvöld hafi samþykkt listann þá megi gera ráð fyrir því að þarlend stjórnvöld hafi kannað bakgrunn fólksins. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert