Kennari lætur af störfum í kjölfar rasískra ummæla

Helgi er kominn í leyfi og verður gengið frá starfslokum …
Helgi er kominn í leyfi og verður gengið frá starfslokum í kjölfarið. mbl.is/Sigurður Bogi

Helgi Helgason, kennari við Menntaskólann á Laugarvatni, er kominn í leyfi vegna rasískra ummæla sem hann lét falla á Facebook um Palestínumanninn Bashar Murad, sem keppti í Söngvakeppni sjónvarpsins.

Í tilkynningu frá skólastjóra menntaskólans segir að sú orðræða sem Helgi viðhafði hafi ekki samræmst stefnu eða einkennum skólans. Stjórn ML tók málið til skoðunar og er hann nú kominn í leyfi frá og með deginum í dag, og verður í kjölfarið gengið frá starfslokum hans.

Færsla Helga, sem birtist fyrir lokakvöld Söngvakeppninnar á laugardaginn, hefur vakið hörð viðbrögð. 

„Ætla þeir á Rúv að láta grenjandi og illa skeindann Palistínuaraba vinna? Þegar stjórnendur keppninnar eru farnir að beita sér í þágu eins "keppanda" hljóta viðvörunabjöllur að hringja? Ef ég skil það rétt er hægt að kjósa eins oft og fólk vill úr síma sínum. Það kostar sitt,“ segir m.a. í færslunni hans.

„En þegar Gilitrutt og hinir femínistarnir í Solaris og NO BORDERS hafa úr nokkrum milljónum að spila frá Hamas hryðjuverkasamtökunum þá má gera ráð fyrir að það verði nú létt verk fyrir þá að hagræða úrslitunum. Og útvarpsstjóri mun kyngja því eins og gleðikona í rauðahverfinu í Amsterdam?“ 

Uppfært klukkan 11:52

Áður sagði í fyrirsögn að Helga hefði verið sagt upp en rétt er að skólastjórnendur komust að samkomulagi við Helga um að ganga frá starfslokum hans. Hefur fyrirsögninni verið breytt í samræmi við þær upplýsingar. 

Skjáskot af færslunni.
Skjáskot af færslunni.
mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
Fleira áhugavert