Árlegur meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskólum nemur nú um 2,73 milljónum króna, en kostnaðurinn hefur hækkað um 0,6% milli mánaða. Yfir eins árs tímabil nemur hækkunin 9,66% sem er nokkuð yfir hækkun vísitölu neysluverðs á sambærilegu tímabili. Þetta má sjá í nýjum tölum Hagstofunnar.
Nýjustu tölur yfir vísitölu neysluverðs eru frá í febrúar. Þannig að ef borin er saman breyting yfir tólf mánaða tímabili frá í febrúar í fyrra sést að vísitala neysluverðs hefur hækkað um 6,6%. Yfir sama tímabil hefur árlegur meðalrekstrarkostnaður á hvern nemanda í grunnskóla hækkað um 9,69%
Sé horft yfir lengra tímabil, eða frá janúar 2017 þegar fyrstu tölur um meðalrekstrarkostnað á hvern nemenda eru birtar í núverandi mynd, sést að kostnaðurinn á hvern nemanda hefur aukist um 54,5% á tímabilinu. Á sama tíma hefur vísitala neysluverðs hækkað um 40,9%.
Launavísitalan hefur hins vegar á sambærilegu tímabili hækkað talsverð umfram hækkun meðalrekstrarkostnaðar á hvern nemanda. Frá janúar 2017 til janúar 2024 hefur launavísitalan farið upp um 63,88%.