Friðrik Ómar Hjörleifsson, söngvari hefur lýst yfir stuðningi sýnum við Baldur Þórhallsson, stjórnmálafræðing í embætti forseta Íslands með einu skilyrði: Að kosningarnar fari ekki fram í gegnum RÚV-appið.
Þetta kemur fram í færslu Friðriks Ómars í stuðningsmannahópi Baldurs á Facebook, Baldur og Felix - alla leið, en Friðrik gantast þar með að ef forsetakjörið fari fram með aðstoð RÚV-appsins sé hætta á að Ástþór Magnússon fái atkvæðið.
Brandari Friðriks er vísun í úrslit Söngakeppnarinnar, en gagnrýni hefur komið fram á framkvæmd keppninnar sökum villu í kosningakerfinu sem RÚV notaðist við.
Gunnar Helgason, leikari og rithöfundur skoraði á Baldur Þórhallsson að bjóða sig fram til forseta í gærkvöldi. Nú hafa um 12.000 manns gengið í hópinn.