Full ástæða er fyrir fólk til að huga vel að læsingum á geymslum í fjölbýlishúsum og velja sér aðra staði til að geyma verðmæti.
Þetta er mat Skúla Jónssonar aðstoðaryfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu en Morgunblaðinu hafa borist ábendingar um tíð innbrot í geymslur fjölbýlishúsa að undanförnu.
Geymslur í nýjum fjölbýlishúsum virðast sérstaklega vinsælar hjá þjófum enda er algengt að fólk sé flutt inn áður en frágangi húsanna er lokið. Því kann aðgengi að vera auðveldara en ella og eftirliti ábótavant. Meðal nýlegra dæma eru innbrot í nýbyggingar við Mýrargötu í Reykjavík, Sunnusmára í Kópavogi og fjölbýli í Hlíðarendahverfinu.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.