Pétur úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald

Pétur Jökull Jónsson hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.
Pétur Jökull Jónsson hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Pétur Jökull Jónasson sem var handtekinn í síðustu viku við komu til Íslands hefur verið úrskurðaður í fjögurra vikna gæsluvarðhald.

Þetta staðfestir Grímur Grímsson, yfirlögregluþjónn hjá miðlægri rannsóknardeild lögreglunnar.

Í síðasta mánuði lýsti Interpol eftir Pétri vegna tilraunar til innflutnings á tæplega 100 kg af kókaíni frá Brasilíu til Íslands. 

Samkvæmt lögmanni Péturs hugðist Pétur koma til Íslands samdægurs og hann var eftirlýstur á vefsíðu Interpol. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert