Rigning í kortunum

Spáð er rigningu í dag en einkum þó suðaustan til.
Spáð er rigningu í dag en einkum þó suðaustan til. mbl.is/Árni Sæberg

Í dag er spáð austan- og suðaustanátt, víða verða 8 til 15 metrar á sekúndu en 13-20 með suðurströndinni.

Rigning verður, einkum suðaustan til, en að mestu þurrt norðanlands og einnig á Vesturlandi fram á kvöld.

Rigning verður með köflum um landið suðaustanvert á morgun, annars úrkomulítið, en rigning sunnan- og vestanlands annað kvöld.

Hiti verður á bilinu 2 til 10 stig. 

Veðurvefur mbl.is 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert