Öryggismál þingsins eru metin frá degi til dags og ef uppákomur verða þarf að skoða stöðuna í ljósi þess.
Þetta segir Birgir Ármannsson, forseti Alþingis, spurður hvort að gripið verði til hertrar öryggisgæslu á þinginu vegna atburða gærdagsins. Þurfti að gera hlé á þingfundi eftir að þrír aðgerðarsinnar hófu háreysti á þingpöllum og gerði einn sig líklegan til þess að stökkva niður í þingsalinn eftir að hafa klifrað yfir handrið þingpallanna.
„Það er auðvitað gert daglega ef þarf í samskiptum þeirra sem fara með öryggismál þingsins og lögreglu,“ segir Birgir sem vildi þó ekki tjá sig um hvort og þá hvaða ráðstafana gripið verði til. Hann tekur þó fram að þingpöllunum verði ekki lokað.
Aðspurður Birgir segir þingmönnum brugðið eftir atburði gærdagsins.
„Spennustig hefur farið minnkandi og vaxandi í gegnum árin. Undanfarnar vikur hefur spennustigið verið aukið og hefur kallað á það að við höfum verið meira á varðbergi.“
„Þær uppákomur sem geta átt sér stað geta verið með ýmsum hætti.“