Veður hefur áhrif á eftirlitskerfi

Veðurspáin er ekki sú besta fyrir Reykjanesskaga í vikunni.
Veðurspáin er ekki sú besta fyrir Reykjanesskaga í vikunni. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Veður næstu sólarhringa er líklegt til að hafa áhrif á eftirlitskerfi Veðurstofu Íslands á Reykjanesskaga.

Í tilkynningu frá stofnuninni segir að suðaustan- og austanátt sé í kortunum og 10-15 m/sek. Þá verði rigningaskil flesta daga og lægir og hvessir á víxl samfara þeim. 

Veðurstofan hefur einnig framlengt núgildandi hættumat sitt. Gildir það til fimmtudagsins 7. mars að öllu óbreyttu. 

Aðstæður á hættusvæðum geta breyst mjög hratt og án fyrirvara. …
Aðstæður á hættusvæðum geta breyst mjög hratt og án fyrirvara. Þau sem eiga erindi inn á hættusvæðin þurfa að vera meðvituð um slíkt. Í því hættumati sem Veðurstofan gefur út er ekki gert ráð fyrir veðurskilyrðum eða öðrum þáttum sem geta haft áhrif á þá áhættu sem felst í að vera innan hættusvæða. Kort/Veðurstofa Íslands
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert