Veður næstu sólarhringa er líklegt til að hafa áhrif á eftirlitskerfi Veðurstofu Íslands á Reykjanesskaga.
Í tilkynningu frá stofnuninni segir að suðaustan- og austanátt sé í kortunum og 10-15 m/sek. Þá verði rigningaskil flesta daga og lægir og hvessir á víxl samfara þeim.
Veðurstofan hefur einnig framlengt núgildandi hættumat sitt. Gildir það til fimmtudagsins 7. mars að öllu óbreyttu.