Aðgerðum lögreglu lauk um miðnætti

Aðgerðirnar kröfust mikils undirbúnings, að sögn Gríms.
Aðgerðirnar kröfust mikils undirbúnings, að sögn Gríms. Samsett mynd

Aðgerðum lögreglunnar sem hófust í gær vegna gruns um mansal, peningaþvætti, brot atvinnuréttindum útlendinga og skipulagða brotastarfsemi lauk um og upp úr miðnætti.

Um 100 lögreglumenn tóku þátt í aðgerðunum, að sögn Gríms Grímssonar, yfirlögregluþjóns hjá lögreglunni á höfuðborgasvæðinu.

„Svona stór aðgerð krefst alltaf mikils undirbúnings,” segir Grímur, spurður út í undirbúninginn.

Hann vill ekki tjá sig að svo stöddu um hversu margir voru handteknir.

RÚV greindi frá því í gær að fimm hefðu verið handteknir. 

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert