Allt að 10 stiga hiti í dag

Spákortið á hádegi í dag.
Spákortið á hádegi í dag. Kort/mbl.is

Spáð er austan- og suðaustanátt í dag. Víða verða 8-13 metrar á sekúndu en 13-20 suðvestan til og hvassast við ströndina. Fer að lægja þar í kvöld.

Rigning verður með köflum á Suðausturlandi, annars úrkomulítið, en rigning verður á sunnanverðu landinu í kvöld. Hiti verður á bilinu 3 til 10 stig.

Á morgun verða suðaustan 5-13 m/s og rigning öðru hverju, einkum suðaustanlands. Fremur hlýtt verður áfram í veðri.

Veðurvefur mbl.is

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert