Allt með kyrrum kjörum á Reykjanesskaga

Aðeins einn jarðskjálfti mældist í kvikuganginum við Svartsengi frá miðnætti og samtals þrír skjálftar á öllum Reykjanesskaganum.

Elísabet Pálmadóttir, náttúruvársérfræðingur hjá Veðurstofu Íslands, segir nóttina hafa verið mjög rólega enn nefnir að vegna hvassviðris á svæðinu nemi mælar Veðurstofunnar ekki allra minnstu skjálftana.

Áfram­hald­andi landris mæl­ist á GPS-mæl­um eft­ir kvikuinn­skotið á laug­ar­dag­inn og fylgist Veðurstofan vel með gangi mála vegna mögulegs eldgoss.

Vinna við varnargarða fyrir utan Grindavík.
Vinna við varnargarða fyrir utan Grindavík. mbl.is/Eggert Jóhannesson
mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert