Braut siðareglur Blaðamannafélagsins

Kristinn H. Gunnarsson braut siðareglur að mati Siðanefndar.
Kristinn H. Gunnarsson braut siðareglur að mati Siðanefndar. mbl.is/Sigurður Bogi Sævarsson

Kristinn H. Gunnarsson, ritstjóri Bæjarins Besta, braut siðareglur Blaðamannafélags Íslands (BÍ).

Þetta kemur fram í úrskurði Siðanefndar BÍ og segir í honum að brotið sé ámælisvert.

Ívar Örn Hauksson kærði Kristinn til Siðanefndar vegna fréttar á vef Bæjarins besta þann 31. október 2023 og síðar um veiðar í Sunnudalsá.

Veitti ekki andsvör 

Ívar segir að hann hafi farið hinn 15. október að Sunnudalsá í Arnarfirði og myndað þar veiðar á vegum manna sem höfðu boðið honum að koma þangað og mynda. Voru mennirnir að leitast eftir eldislaxi sem þeir töldu að hefði sloppið úr sjókvíaeldi. Ívar birti myndband af veiðunum svo á youtube.

Bæjarins besta birti svo fréttir með skjáskotum úr myndbandi Ívars án þess að getið væri heimilda. Þar að auki voru birtar myndir af Ívari sjálfum sem ekki var að veiðum. Mátti túlka það sem svo að Ívar sjálfur væri veiðiþjófur, að hans sögn.

Fékk Ívar svo ekki að veita andsvör við fréttaflutningnum fyrr en að undangenginni ákvörðun fjölmiðlanefndar um að sekta miðilinn. Þá fékk hann að veita andsvör, sem Kristinn véfengdi. 

Kristinn veitti Siðanefnd ekki andsvör við kærunni. Samkvæmt Siðanefnd braut hann gegn 2. gr. og 3. gr siðareglna vegna þess að hann veitti Ívari ekki andmælarétt né færði fram leiðréttingar þegar þess var óskað.

Þá gerðist hann einnig brotlegur á siðareglum þar sem hann gat ekki heimilda á myndunum sem hann notaði.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert