Erlendir leigubílstjórar fimmtungur

Leigubíll.
Leigubíll. mbl.is/Unnur Karen

Alls hef­ur 891 ein­stak­ling­ur leyfi til leigu­bif­reiðaakst­urs hér á landi og hef­ur þeim fjölgað um 54% frá ár­inu 2020 eða um 313 manns og er rúm­ur helm­ing­ur þeirra af er­lend­um upp­runa. Í hópi hand­hafa akst­urs­leyf­is til leigu­bíla­akst­urs bera 163 er­lent nafn, tæp­ur fimmt­ung­ur, lang­stærst­ur hluti þeirra af ar­ab­ísk­um upp­runa, sem ráða má af nafni viðkom­andi.

Þetta má sjá á lista yfir at­vinnu­leyf­is­hafa í leigu­bíla­akstri sem birt­ur er á vef Sam­göngu­stofu.

Þar er einnig að finna lista yfir hand­hafa rekstr­ar­leyf­is til leigu­bíla­út­gerðar, en á þeim lista eru nokkru færri ein­stak­ling­ar, eða 796 tals­ins, og eru 65 þeirra skráðir á tveim­ur leigu­bíla­stöðvum og átta á þrem­ur.

Lang­stærsta leigu­bíla­stöðin er Hreyf­ill, en und­ir for­merkj­um henn­ar aka 382 bíl­stjór­ar. Næst­ar í röðinni koma Hopp og City Taxi með 105 og 102 bíl­stjóra, en aðrar stöðvar eru með færri bíl­stjóra á sín­um snær­um.

At­hygli vek­ur að 94 rekstr­ar­leyf­is­haf­ar eru ekki skráðir á neina stöð og aka því á eig­in veg­um. Um helm­ing­ur þeirra er af er­lend­um upp­runa.

Í lög­um um rekst­ur leigu­bif­reiða er kveðið á um að rekstr­ar­leyf­is­hafi leigu­bíls skuli halda ra­f­ræna skrá með gervi­hnatta­upp­lýs­ing­um um upp­hafs- og enda­stöð hverr­ar seldr­ar ferðar og um staðsetn­ingu meðan á ferðinni stend­ur. Þeim sem ekki eru skráðir á neina leigu­bíla­stöð ber og að halda slíka ra­f­ræna skrá, en upp­lýs­ing­ar í þeim skal geyma í að minnsta kosti 60 daga frá því ferð var ekin.

Fram­kvæmda­stjóri Hreyf­ils staðfesti í samstali við Morg­un­blaðið að slík­ur búnaður væri í öll­um leigu­bíl­um sem ekið er und­ir merkj­um fyr­ir­tæk­is­ins. 

Lesa má meira um málið í Morg­un­blaðinu í dag. 

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert