Hafa fylgt Herberti í 40 ár

Félagar í klúbbnum hittu goðið fyrst í útgáfupartíi á Hótel …
Félagar í klúbbnum hittu goðið fyrst í útgáfupartíi á Hótel Íslands. Ljósmynd/Aðsend

Meðlimir í HG-klúbbnum, aðdáendafélagi Herberts Guðmundssonar söngvara, bíða spenntir eftir afmælistónleikum goðsins í Háskólabíói á föstudagskvöld. „Við höfum fylgst með hverri plötu og öllum tónleikum, eltum Hebba nánast hvert sem hann fer,“ segir Kristinn Vilbergsson, talsmaður klúbbsins, sem fagnar 40 ára afmæli í ár.

Stefán Emil Jóhannsson, Kristinn Vilbergsson, Baugur Sigurðsson, Ingi Þór Steinþórsson, Björgvin Finnsson, Sverrir Briem, Ólafur Guðjónsson og Benedikt Sigurðsson stofnuðu klúbbinn þegar þeir voru í 7. bekk Hagaskóla árið 1984. Ári síðar hófst sólóferill Hebba með plötunni Dawn of the Human Revolution. Lagið „Can’t Walk Away“ sló strax í gegn og hefur fylgt goðinu og klúbbnum síðan. „Við náðum okkur í plötuna og spiluðum hana í ræmur,“ rifjar Kristinn upp. „Við spiluðum hana í öllum partíum.“

Herbert Guðmundsson.
Herbert Guðmundsson. mbl.is/María Matthíasdóttir

Flakkað um ferilinn

Hebbi varð 70 ára í desember og kallar afmælistónleikana Flakkað um ferilinn. Hann söng með ýmsum hljómsveitum á upphafsárum ferilsins og fyrst inn á plötu með hljómsveitinni Tilveru árið 1971. Næst var það platan Á ströndinni með hljómsveitinni Eik árið 1977. „Við fundum plötuna á flóamarkaði úti á landi og spiluðum hana út í eitt,“ segir Kristinn.

Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í gær, 5. mars. 

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert