Handtekinn vegna hótana

Lögreglan að störfum.
Lögreglan að störfum. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Einn maður var handtekinn í Breiðholti vegna hótana og var hann vistaður í fangageymslu.

Tilkynnt var um minniháttar líkamsárás í hverfi 102 í Reykjavík og var málið afgreitt á vettvangi.

Umferðarslys varð í miðbæ Kópavogs. Minniháttar slys urðu á fólki og ætlaði það sjálft að leita á bráðamóttöku til skoðunar.

Innbrot og þjófnaður

Tilkynnt var um innbrot og þjófnað í sama hverfi og er ekki vitað hver var þar að verki, að því er kemur fram í dagbók lögreglunnar á höfuðborgarsvæðinu vegna verkefna frá klukkan 17 í gær til kl. 5 í morgun.

Ökumaður var stöðvaður í miðbæ Reykjavíkur fyrir að aka á móti rauðu umferðarljósi og annar var stöðvaður í hverfi 220 í Hafnarfirði vegna gruns um að tala í farsíma á ferð án handfrjáls búnaðar.

Ökumaður var jafnframt stöðvaður í Grafarvogi fyrir að aka á 81 km hraða þar sem hámarkshraði er 50. Málið var afgreitt á vettvangi.  

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert