Hreinn Friðfinnsson látinn

i8 gallerí minnist Hreins Friðfinnssonar.
i8 gallerí minnist Hreins Friðfinnssonar. mbl.is/Þorkell

Mynd­list­armaður­inn Hreinn Friðfinns­son er lát­inn, 81 árs að aldri. 

Hreinn fædd­ist í Dala­sýslu árið 1943, en bjó í Amster­dam frá ár­inu 1971.

Í til­kynn­ingu frá i8 galle­rí er Hreins minnst og hon­um þakkað fyr­ir sam­starf sem varði í næst­um 30 ár.

Í til­kynn­ing­unni seg­ir að verk­um Hreins hafi verið lýst sem lýrískri kon­septlist sem snerti á tíma, um­hverfi, frá­sögn, minni og skynj­un. 

Ljós­mynd/​Aðsend

Sam­starf i8 galle­rís og Hreins hófst árið 1995 þegar hann opnaði sýn­ingu í galle­rí­inu sem leiddi til tæp­lega 30 ára sam­starfs milli Hreins og i8. 

„Vægi Hreins í listheim­in­um og áhrif hans á okk­ur í i8 eru ómæl­an­leg. Hans verður sárt saknað,“ seg­ir í til­kynn­ingu.

mbl.is
Fleira áhugavert

Innlent »

Fleira áhugavert
Loka