Fimm þingmenn Sjálfstæðisflokksins lögðu til á Alþingi í gær að óbyggðanefnd hætti málsmeðferð varðandi eyjar, hólma og sker, eða svæði 12 í kröfugerð ríkisins, sem nokkuð hefur verið fjallað um hér á síðum blaðsins.
Katrín Jakobsdóttir forsætisráðherra mælti fyrir frumvarpi til laga um breytingar á lögum um þjóðlendur og ákvörðun marka eignarlanda, þjóðlendna og afrétta og fór fyrsta umræða um málið fram í kjölfarið.
Að breytingatillögunni við frumvarpið standa þingmennirnir Teitur Björn Einarsson, Birgir Þórarinsson, Vilhjálmur Árnason, Jón Gunnarsson og Óli Björn Kárason en Teitur mælti fyrir tillögunni. Hún gengur í meginatriðum út á að valdsvið óbyggðanefndar verði takmarkað við landsvæði innan meginlandsins.
Lesa má meira um málið í Morgunblaðinu í dag.