Leita leiða til að rifta samningi við Wok On

Í Gróðurhúsinu er mathöll þar sem Wok On er til …
Í Gróðurhúsinu er mathöll þar sem Wok On er til húsa en lokaði staðurinn þar í gær. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Félagið sem heldur utan um Gróðurhúsið í Hveragerði leitar nú leiða til að rifta samningi sínum við veitingastaðinn Wok On. Í Gróðurhúsinu er mathöll þar sem Wok On er til húsa en lokaði staðurinn þar í gær.

Þetta segir Brynjólfur J. Baldursson, einn eigenda Gróðurhússins, í samtali við mbl.is.

„Það hefur orðið algjör forsendubrestur í viðskiptasambandi okkar við Wok On og hafa lögmenn félagsins hafið vinnu við að slíta samstarfinu,“ segir Brynjólfur.

Veitingastöðum Wok On lokað

Eins og greint hef­ur verið frá þá sleit Krón­an viðskipta­sam­bandi sínu við Wok On í gær eft­ir um­fangs­mikla lög­regluaðgerð. Rök­studd­ur grun­ur leik­ur á man­sali, pen­ingaþvætti, brot­um á at­vinnu­rétt­ind­um út­lend­inga og gruns um skipu­lagða brot­a­starf­semi. Mathöll Höfða skoðar einnig samning sinn við Wok On vegna þessa.

Veit­inga­stöðum Wok On á höfuðborg­ar­svæðinu og í Hvera­gerði var lokað í gær, þar á meðal á Höfða. Á meðal þeirr­ar starf­semi sem lög­regl­an stöðvaði síðdeg­is í gær er gisti­húsið Kast­ali Gu­est­hou­se.

Starf­semi Kast­al­ans og Wok On er í eigu at­hafna­manns­ins Davíðs Viðars­son­ar. Hann rek­ur einnig Vy-þrif og veit­ingastaði Pho Vietnam.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert