Mathöll Höfða skoðar samning sinn við Wok On

Framkvæmdir við stækkun á Mathöll Höfða
Framkvæmdir við stækkun á Mathöll Höfða mbl.is/Arnþór Birkisson

Mathöll Höfða skoðar nú samning sinn við veitingastaðinn Wok On og íhugar næstu skref varðandi veru veitingastaðarins í mathöllinni.

Þetta segir Sólveig Andersen, einn af eigendum mathallarinnar, í samtali við mbl.is.

Eins og greint hefur verið frá þá sleit Krónan viðskiptasambandi sínu við Wok On í gær eftir umfangsmikla lög­regluaðgerð. Rök­studd­ur grun­ur leik­ur á man­sali, pen­ingaþvætti, brot­um á at­vinnu­rétt­ind­um út­lend­inga og gruns um skipu­lagða brot­a­starf­semi.

„Kom eins og þruma úr heiðskíru lofti“

„Við erum bara að skoða þetta út frá samningnum – hvað við getum gert. Þetta kom eins og þruma úr heiðskíru lofti þannig við erum ekki búin að taka neina ákvörðun en við erum klárlega að skoða málið.“

Veitingastöðum Wok On á höfuðborgarsvæðinu og í Hveragerði var lokað í gær, þar á meðal á Höfða. Á meðal þeirr­ar starf­semi sem lög­regl­an stöðvaði síðdeg­is í gær er gisti­húsið Kast­ali Guesthouse.

Starf­semi Kast­al­ans og Wok On er í eigu athafnamannsins Davíðs Viðars­son­ar. Hann rekur einnig Vy-þrif og veitingastaði Pho Vietnam.

Ekki fengið nein svör frá lögreglu

Sólveig segir að lögreglan hafi ekki gefið henni nein svör og því vinni stjórnendur mathallarinnar aðeins eftir þeim upplýsingum sem fram hafa komið í fjölmiðlum.

„Ég mátti ekkert vita og það mátti ekkert segja mér,“ segir hún um afskipti sín við lögregluna.

Eins og mbl.is greindi fyrst frá á síðasta ári þá voru Vy-Þrif með kjall­ar­a að Sóltúni 20 á leigu. Í þeim kjallara fundust vís­bend­ing­ar um að fólk hafi hafst við. í Kjallaranum fannst mikið magn mat­væla við óheilsu­sam­leg­ar aðstæður. Kodd­ar, dýn­ur, matarílát og tjald fund­ust þar einnig, sem var óhreinn og ekki mein­dýra­held­ur.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert