Meint fórnarlömb mansals telja tugi

Aðgerðirnar kröfust mikils undirbúnings, að sögn Gríms.
Aðgerðirnar kröfust mikils undirbúnings, að sögn Gríms. Samsett mynd

Átta voru handtekin í umfangsmiklum lögregluaðgerðum í gær en tveimur hefur verið sleppt úr haldi. Lögreglu grunar að tugir séu fórnarlömb mansals.

Þetta segir Grímur Grímsson, yfirmaður miðlægrar rannsóknardeildar lögreglu, í samtali við mbl.is.

Krafist verður vikulangs gæsluvarðhalds yfir sex í dag. Um er að ræða þrjá karlmenn og þrjár konur. Fórnarlömb og þeir handteknu eiga uppruna sinn að rekja til Víetnam.

Rök­studd­ur grun­ur leik­ur á man­sali, pen­ingaþvætti, brot­um á at­vinnu­rétt­ind­um út­lend­inga og gruns um skipu­lagða brot­a­starf­semi.

„Það leikur ekki grunur á að börn hafi verið þolendur mansals,“ segir Grímur aðspurður.

Á annað hundrað tóku þátt í aðgerðum

Grímur segir að yfir hundrað manns hafi tekið þátt í aðgerðunum. Í tilkynningu frá lögreglunni á höfuðborgarsvæðinu kemur fram að þar af hafi um áttatíu starfsmenn verið frá lögreglu og nokkur fjöldi starfsfólks stofnana og félagasamtaka veitt liðsinni við aðgerðirnar. Samtals voru framkvæmdar um tuttugu og fimm húsleitir.

„Aðgerðir sem þessar eru á grundvelli gruns um refsiverða háttsemi en ekki hefur verið sýnt fram á refsiverða háttsemi. Enda var þetta grunur sem rannsóknin beinist að til að sýna hvort að hann sé er réttur eða ekki réttur,“ segir Grímur.

Við rannsókn málsins hefur verið rætt við töluvert af fólki sem grunsemdir eru um að séu þolendur mansals.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert