Miklar sveiflur í afkomu fyrirtækja Davíðs Viðarssonar

Miklar sveiflur hafa verið í afkomu matvælafyrirtækja Davíðs Viðarssonar á …
Miklar sveiflur hafa verið í afkomu matvælafyrirtækja Davíðs Viðarssonar á milli ára. mbl.is/Golli

Lögregluaðgerðir liðins sólarhrings virðast einkum hafa beinst að veitinga- og matvælastarfsemi Davíðs Viðarssonar. Davíð er meðal annars skráður sem eigandi fyrirtækjanna Vietnam Market ehf., Vietnam Cuisine ehf. og Vietnam Restaurant.

Alger bylta í rekstri Vietnam Cuisine

Séu ársreikningar fyrirtækjanna skoðaðir má sjá að töluverðar sveiflur hafa verið í afkomu fyritækjanna á milli ára. Mestar sveiflur hafa verið í afkomu Vietnam Cuisine ehf. sem skilaði tapi upp á kr. 46.925.622,- á árinu 2021, en reksturinn snerist við svo að árið 2022 skilaði fyrirtæki hagnaði upp á kr. 53.528.526,-

Vietnam Market skilar mun minni hagnaði

Hagnaður Vietnam Market ehf. minnkaði stórlega á milli ára, en var einungis kr. 777.542,- árið 2022, en hafði verið 31.264.827,-.

Vietnam Restaurant, sem sömuleiðis er í eigu Davíðs, hefur skilað tapi, var það upp á 9.521.420, á árinu 2021 en minnkaði niður í 5.884.569,- á árinu 2022.

Sandra Le óháður skoðunarmaður

Ofangreindar upplýsingar eru fengnar úr opinberum ársreikningum fyrirtækja Davíðs Viðarsonar.

Athygli vekur að óháður skoðunarmaður ársreikninga allra fyrirtækja Davíðs er Sandra Le. Davíð sjálfur hét þar til fyrir skemmstu Quang Le, áður en hann tók upp nafnið Davíð Viðarson.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert