Segir Akureyrarbæ ekki standa í veginum

Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs.
Heimir Örn Árnason, formaður bæjarráðs. mbl.is/Sigurður Bogi

Formaður bæjarráðs Akureyrarbæjar segir að sveitarfélagið muni leggja sitt af mörkum til að ljúka kjarasamningum og vísar í bókun bæjarstjórnar frá 5. desember. 

Formaður bæjarráðs Heimir Örn Árnason skrifar grein hjá staðarmiðlinum Akureyri.net í dag þar sem hann ítrekar þetta en segir þó að heppilegt hefði verið að sveitastjórnarfólk hefði fengið tækifæri til að vega og meta þá aðferð sem notuð er til að ná fram kjarasamningum.  

Heimir er þar væntanlega að vísa til útfærslunnar um gjaldfrjálsar máltíðir í grunnskólum sem verið hefur í umræðunni síðustu daga. 

Heimir gagnrýnir í greininni fjölmiðlamenn fyrir fréttaflutning af þessu atriði í kjaraviðræðunum. 

Mér finnst mér afar dapurt að einstaka fréttamenn hafi verið duglegir við að búa til fréttir um að einstök sveitarfélög séu að hamla því að það sé skrifað undir kjarasamninga. Væri ekki fyrsta skrefið að hafa samband við viðkomandi meirihluta sveitarfélagana áður en svona fréttir eru skrifaðar?

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert