Austurland Freeride Festival hófst á Eskifirði í dag og stendur fram á sunnudaginn.
Nokkur fjöldi gesta er á svæðinu vegna hátíðarinnar samkvæmt Austurfrétt og er þetta í fjórða skipti sem hátíðin er haldin.
Þangað sækir til að mynda fólk sem stundar fjallaskíði eða snjóbretti og kýs gjarnan að skíða þar sem ekki eru skipulagðar skíðabrekkur.
Færri gestir eru nú komnir en voru þegar hátíðin hófst í fyrra. Haft er eftir Sævari Guðjónssyni, skipuleggjanda hátíðarinnar, að óhagstæð veðurspá hafi þar mest að segja.