Mathöllin Borg29 slítur samstarfi um markaðsmál við WokOn

Borg29 hefur slitið samstarfi um markaðsmál við WokOn, en segist …
Borg29 hefur slitið samstarfi um markaðsmál við WokOn, en segist ekki tengjast fyrirtækinu frekar. mbl.is/Ásdís

Mathöllin Borg29 segir í tilkynningu nú síðdegis að hún hafi slitið samstarfi við Wok On varðandi markaðsmál þar sem veitingastaðir í Borgartúni 29 séu kynntir.

Mathöllin vill taka fram að WokOn heyri ekki undir Borg29 með öðrum hætti og eigi því ekki í beinu viðskiptasambandi við veitingastaðinn. WokOn hefur eigin leigusamning við eiganda hússins, og gerist það án milligöngu Borgar29. 

Í tilkynningunni er það jafnframt tekið skýrt fram að Wok On hafi sitt eigið eldhús og vinnuaðstöðu í Borg29 og deili hvorki eldhúsi, lager eða kælum með öðrum rekstraraðilum þar í húsi.

mbl.is
Fleira áhugavert
Fleira áhugavert